Hver erum við?

Ung norræn er ungmennadeild Norræna félagsins á Íslandi. Við erum hópur ungmenna sem hefur áhuga á norrænu samstarfi og villa stuðla að auknu samstarfi á milli Norðurlanda. Því við teljum að með því getum við stuðlað að auknum lífsgæðum íbúa allra Norðurlanda.

Hvað gerum við?

Til að vinna að markmiðum okkar þá reynum við að halda úti öflugu starfi. Það felst meðal annars í hinum ýmsu skemmti-, fræðsu- og menningarviðburðum, vitundarvakningu um ágóða ungmenna af norrænu samstarfi auk hagsmunabaráttu gagnvart stjórvöldum, bæði á Íslandi og öðrum vettvöngum Norðurlanda.

Viltu taka þátt?

Ef þú ert á aldrinum 16-30 ára, deilir áhuga okkar á öllu því sem er norrænt og vilt hjálpa til við að vinna að enn meira samstarfi milli Norðurlandanna, þá máttu endilega skrá þig með því að smella á hnappinn hér að neðan. Það kostar ekkert að vera með!


Stjórn 2023-2024

Viktor Ingi Lorange

Forseti

Jessý Jónsdóttir

Varaforseti

Alexander Kristjánsson

Ritari

Kristinn Snær Guðmundsson

Gjaldkeri

Atli Geir Halldórsson

Alþjóðafulltrúi

Geir Zoëga

Markaðsstjóri

Benedikt Bjarnason

Þjónustustjóri

Bergþóra Ingþórsdóttir

Viðburðastjóri

Daníel Hjörvar Guðmundsson

Kynningarstjóri

Ung norræn - ungmennadeild Norræna félagsins

Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

unf@norden.is

+354 551 0165