Samþykktir Ung norræn

I. KAFLI

Nafn

1. gr.

Nafn deildarinnar er Ung norræn og er ungmennadeild Norræna félagsins.

II. KAFLI

Starfsemi, hlutverk og markmið

2. gr.

Ung norræn er þverpólitískt félag ungs fólks á aldrinum 16-30 ára um land allt sem hefur það að markmiði að stuðla að auknu samstarfi milli Norðurlanda í hvívetna og auka vitund um ávinning norræns samstarfs.

3. gr.

Ung norræn starfar innan vébanda Norræna félagsins. Ung norræn hefur fullt sjálfstæði í sínum verkum.

4. gr.

Ung norræn leitast til að virkja alla meðlimi til góðra starfa á vegum félagsins. Ung norræn hefur jafnrétti, umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum að leiðarljósi, jafnt gagnvart einstaklingum sem og samfélags- og menningarhópum.

5. gr.

Ung norræn beitir sér fyrir áframhaldandi og auknu samstarfi á milli Norðurlanda á öllum sviðum til hagsbóta fyrir alla íbúa landanna. Félagið er hugsmunaaðili ungs áhugafólks um norrænt samstarf á Íslandi gagnvart stjórnvöldum, atvinnulífi og samfélagi.

6. gr.

  • Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að:
  • Stuðla að upplýstri umræðu og vitundarvakningu um ágóða og hagsmuni íslenskra ungmenna af norðurlandasamstarfi.
  • Veita stjórnvöldum aðhald er varðar hagsmuni ungs fólks í norrænu samstarfi.
  • Taka virkan þátt í samstarfsvettvöngum Norðurlanda.
  • Rækta samstarf við systurfélög félagsins á öðrum Norðurlöndum.
  • Vekja athygli á norrænni menningu, norrænum samfélögum, sögu og sameiginlegum tækifærum.


III. KAFLI

Félagsmenn

7.gr.

Öll sem aðhyllast markmið og stefnu félagsins geta gerst félagsmenn séu þeir á aldrinum 16 til 30 ára. Meðlimir félagsins eru einnig félagar að Norræna félaginu.

8. gr.

Aðildargjöld ráðast af samþykktum Norræna félagsins.

IV. KAFLI

Aðalfundur

9. gr.

Aðalfundur Ung norræn er æðsta vald í málum félagsins.

10. gr.

Aðalfund skal halda eigi síðar en í lok júní hvers árs. Skal hann vera boðaður á opinberum vettvangi með a.m.k. viku fyrirvara.

11. gr.

Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á aðalfundi. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa öll þau sem eru skráðir félagsmenn.

12. gr.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram
  4. Lagabreytingar
  5. Framboð til stjórnar kynnt
  6. Fjöldi meðstjórnenda ákvarðaður
  7. Kosning forseta
  8. Kosning varaforseta
  9. Kosning meðstjórnenda
  10. Önnur mál

13. gr.

Stjórn eða 1/10 félagsmanna geta farið fram á að boðað verði til aukaaðalfundar. Halda skal fundinn innan mánaðar frá því krafa berst. Fundinn skal boða með minnst viku fyrirvara.

V. KAFLI

Stjórn

14. gr.

Kosið skal í stjórn félagsins á hverjum aðalfundi.

15. gr.

Stjórn skal skipuð forseta, varaforseta auk meðstjórnendum. Skal fjöldi meðstjórnenda vera ákveðinn á aðalfundi hvers árs en þó aldrei færri en 3 og aldrei fleiri en 9. Stjórn annast daglegan rekstur sambandsins svo sem almenna stjórnsýslu, fjármál o.s.frv. í samráði við ákvarðanir aðalfundar og samning við Norræna félagið.


16. gr.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar skal stjórn setja sér starfsáætlun yfir starfsárið.

17. gr.

Miða skal við að stjórn komi saman minnst einu sinni í mánuði. Ef ætkvæði innan stjórnar falla jöfn skal atkvæði forseta ráða úrslitum.

18. gr.

Komi upp misferli í starfi Ung norræn, t.d. brot á lögum eða siðareglum félagsins, skal stjórn taka til viðeigandi aðgerða. Eftir atvikum í samráði við yfirvöld. Einfaldur meirihluti stjórnar Ung norræn getur vikið stjórnarmanni úr embætti komi upp misferli.

VI. KAFLI

Fjármál

19. gr.

Félagsgjöld Ung Norræn ákvarðast af samþykktum Norræna félagsins.

20. gr.

Reikningsár Ung norræn skal vera almanaksárið og skal ársreikningur vera lagður til samþykktar aðalfundar ár hvert.

VII. KAFLI

Lagabreytingar og gildistaka

21. gr.

Lagabreytingar skulu eingöngu eiga sér stað á aðalfundi. Tillögur að lagabreytingum skulu berast áður en liður um lagabreytingar er tekinn fyrir á aðalfundi. Lagabreytingar öðlast gildi með einföl- dum meirihluta fundarmanna.

22. gr.

Lög þessi öðlast þegar gildi.

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi Ung norræn, 24.06.2021



Ung norræn - ungmennadeild Norræna félagsins

Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík

unf@norden.is

+354 551 0165